6.8.2007 | 15:41
Tollur ferðarinnar..
Það er hræðilegt að heyra svona fréttir.
Sama hvort orsökin séu réttu eða röngu megin við lögin, að þá erum við að tala um einstakling og líf hans, við erum að tala um aðstanddendur og vini sem nú ganga í gegnum erfiða tíma, og þær raunir sem fólk upplifir vildi maður ekki óska neinum, ekki einu sinni sínum verstu óvinum.
Af fréttinni að dæma þá var einhver hamagangur í gangi þarna, og mikill hraði.. jú, það er staðreynd að hraðinn drepur, en við megum ekki gleyma því að þessu einstaklingur greiddi hæstu sekt fyrir brot sitt.. hann var sviptur á staðnum.. lífinu!
Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina hins látna, megi guð styðja við ykkur á þessum erfiðu tímum.
![]() |
Banaslys á Laugarvatnsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2007 | 16:21
Bölvaðir aumingjar!
Það er alveg merkilegt að svona vesalingar skuli ekki fá sér vinnu eins og annað fólk til að eignast sína hluti?
En ég get alveg fullyrt, að hann er heppin að það var lögreglan sem náði honum en ekki hjólarar!
Sá hefði nú fengið fyrir ferðina!
![]() |
Bifhjólaþjófur handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 16:05
Jæja... loksins lausir við Harley fjósin.
Það er skrýtið að lögreglan hefur verið að versla þessi harley hjól í öll þessi ár, þrátt fyrir að þau séu bæði dýr, og hafa ekki staðist tímans tönn.
Með tilkomu nýju hjólanna verð ég að segja að þeir sem á þessum hjólum starfa eru mun öruggari en áður, og einnig við hin í umferðinni.
Vona bara að þetta verði ekki til þess að eltingarleikir verði harðari en áður.. þó menn eigi nú að stoppa, þá vitum við öll hvernig það er nú.. það er ekki þar með sagt að þeir reyni ekki þó lögreglan sé komin með góð hjól.
Held að hættan sé frekar að eftirförin standi lengur yfir, verði hraðari, og þar að leiðandi hættulegri!
Vonum það besta!!! óska lögreglunni hjartanlega til hamingju með nýju gripina, þetta kemur vel út!
![]() |
Fjögur sérútbúin lögreglubifhjól tekin í gagnið - bylting fyrir umferðardeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 13:05
Samsæriskenning?
Maður veltir fyrir sér hvort einhver sé að reyna að koma barninu undan, þetta er jú suður Amerika..
Það fást háar upphæðir fyrir börn og ég trúi ekki að læknar úrskurði barn látið bara út í loftið.
En hugsið ykkur hryllingin sem starfsmaðurinn upplifir sem varð var við að gamli maðurinn var ekki dáinn, þetta minnir á senu úr hryllingsmynd!
![]() |
Fundust lifandi í líkhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 17:18
Aðstaða.. lausn??
Ég hjó eftir því að lögreglumaðurinn talaði um að menn létu vita sín á milli hvar lögreglan væri að mæla hverju sinni, og reyndu þá að færa sig eftir því.
Ef einhver aðstaða væri, þá þyrftu menn ekki að vera í þessum skrýpaleik, heldur fara á þar til gert svæði.
Þar sem engin lögga er, engin hætta fyrir almenning o.s.frv.
Við losnum kannski aldrei við alla sauðina úr almennri umferð,
en þeir sem eru með glóru, þeir nýta sér þetta!!
![]() |
Reyndi að komast undan lögreglu á 166 kílómetra hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 14:16
Hvaða rugl er þetta??
Ég skil nú ekki hvers vegna svona staðir mega ekki vera starfræktir?
Þeir sem vilja sækja í þá, fara, þeir sem vilja ekki sækja í þá, fara ekki.
Annars eru nú svo margir strippklúbbar hér, að ég held að það sjái nú varla högg á vatni.
![]() |
Goldfinger missir leyfi til nektarsýninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 15:41
Afleiðing refsinga.
Ég ætlast nú til að þú lesandi góður afbakir ekki það sem ég segi, eða snúir því út í eitthvað rugl eins og oft vill gerast.
En mér sýnist þetta vera bein afleiðing hertra viðurlaga.
Sjáðu til, ef barnið þitt brýtur glas og veit að því bíður hörð refsing fyrir.. þá reynir það að hreinsa upp glerbrotin, og vonar að engin komist að því sem gerðist..
Ef hins vegar, þú færð barnið til að bera virðingu fyrir því sem það er með í höndunum, og því sem afleiðingin kostar heimilið, þá iðrast það, og gerir sitt besta til að þetta komi ekki fyrir aftur.
REFSING er EKKI lausn!!!
Reynum nú að opna augun og vera þroskaðari en brjálæðingarnir í miðausturlöndum.
Ég er engan vegin að réttlæta það sem þarna gerðist, en ég efast um gagn hertra viðurlaga.
![]() |
Faldi sig fyrir lögreglu í runna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 15:33
Varðstjóri til skammar!!!
Svo ekur mótorhjólamaður á 150 þar sem engin er nálægt, jafnvel um miðja nótt, þá er hann réttdræpur??
Hugsa að lögreglubíllinn hafi nú verið á meira en 150, og það í bullandi umferð!!
![]() |
Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 15:30
Fullir, dópaðir, próflausir....
Það er alveg magnað hvað þjóðin þegir þegar svona vesalingar eru að brjóta af sér, en situr ekki á skoðunum sínum þegar hjólafólk á í hlut?
![]() |
Ölvaður og réttindalaus ökumaður í umferðaróhappi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 14:29
Slys í umferðinni.
Það er svolítið merkilegt að þjóðin skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að 20-30 manns skuli láta lífið í umferðinni árlega.
Daglega les maður um ölvaða einstaklinga, uppdópaða, próflausa o.s.frv.
Þjóðin tekur þessu létt, og jafnvel grínast með allt saman??
Ég ásamt mörgum áhugamönnum um mótorsport höfum farið þess á leið við yfirvöld að hér verði komið upp aðstaða fyrir æfingar og keppnir á ökutækjum. En yfirleitt hafa heyrst gagnrýnisraddir um ágæti slíks svæði? Þessar raddir eru oft þær sömu og geta gert grín að ölvunarakstri þegar þær fréttir skjóta upp kollinum?
Er þetta fólk sem gagnrýnir aðstöðu sem bjargað gæti mannslífum??
Þetta fólk segir yfirleitt "Ég ætla ekki að borga svona aðstöðu fyrir svona glæpamenn"...
Það er einföld rök fyrir svona svæði, og þau eru ekki að svala glæpafísn ákveðina einstaklinga, heldur fyrst og fremst til að skila okkur öruggari umferð með betri kennslu sem hlytist af því að aðstaða til góðrar þjálfunar væri til staðar, svo ekki sé minnst á gildi þess að rækta upp mótorsport hér á íslandi.. því jú, að okkar mati erum við "best í heimi".. það á ekki um mótorsportið, þar erum við viðvaningar!!
En mikið er gaman að sjá hversu margir hafa yfirleitt skoðun á þessu máli!!
Kv
Kalli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
kappakstur á þjóðvegum
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar